Díoxin og Furan

09.10.2007

Í vikunni voru framkvæmdar Díoxin og Furan mælingar í útblæstri frá gjallbrennsluofni Sementsverksmiðjunnar. Þessi efni, sem talin eru í miklum mæli óæskileg heilsu manna, geta myndast við brennslu lífrænna efna. Ekkert bendir til að þessi efni finnist í úrblæstri verksmiðjunnar sem nokkru nemi.


Gildandi starfsleyfi gerir kröfu til að slík mæling fari fram einu sinni á starfsleyfistímanum. Auk Sementsverksmiðjunnar hefur Umhverfisstofnun gert kröfur til nokkurra annara fyrirtækja um slíka mælingu. Þar sem nauðsynleg mælitækni og þekking fyrirfinnst ekki hér á landi ákváðu þessi fyrirtæki að leita til erlendra sérfræðinga. Samið var við norska fyrirtækið Norsk Energi um að þeir tækju að sér að koma til landsins með nauðsynlegan búnað og framkvæma mælingu hjá umræddum fyrirtækjum. Kostnaður vegna þessara mælinga hleypur á hundruðum þúsunda fyrir hvert fyrirtæki.


Senda þarf niðurstöður mælinga til rannsóknastofu í Tékklandi til úrvinnslu. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær niðurstöður um mögulegt innihald Díoxin og Furan liggja fyrir.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar