Óvænt ofnstopp hjá Sementsverksmiðjunni

27.08.2007

Síðastliðinn laugardag kom í ljós að fóðring í gjallbrennsluofni hafði gefið sig með þeim afleiðingum að ofn hitnaði út. Ekki er annað að gera í slíkum tilfellum en að stöðva ofn og skipta fóðringu út. Ofnstoppið kemur 3 mánuðum fyrr en ráðgert var. Óvænt ofnstopp á þessum tíma er erfitt viðureignar þar sem birgðastaða sements eftir mikla sumarsölu er með minnsta móti. Til að koma í veg fyrir að skortur verði á sementi á markaðnum þarf að koma framleiðslu í gang sem allra fyrst. Öll áhersla verður lögð á að endurnýja fóðringuna og koma framleiðslunni í gang. Gert er ráð fyrir að endurnýja 7 metra af fóðringu og að rekstrarstöðvun verði um 1 vika. Eftir niðurkælingu á ofni hefur eldri fóðring verið brotin innan úr ofni og var sú vinna framkvæmd í nótt og er nú lokið. Ofnstopp hjá verksmiðjunni eru almennt skipulögð með góðum fyrirvara og er þá hægt að stýra því á hvaða tíma brotið fer fram. Því er ekki til að dreifa þegar ofnstopp kemur óvænt og birgðastaða er lág. Því miður hefur hávaði frá brothamrinum í nótt valdið nágrönnum okkar ónæði og er beðist velvirðingar á því. 27.08.07 GHS

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar