Samið við Ístak um sölu sements til Grænlands

15.08.2007

Ákveðið hefur verið að Sementsverksmiðjan hf afhendi um 1200 tonn af Portlandsementi vegna byggingar 15 Mw virkjunar á Vestur–Grænlandi. Samkvæmt heimildum af heimasíðu Ístaks er verkefnið unnið fyrir Grænlenska Raforkufélagið. Virkjunin sem mun verða í byggingu næstu 3 árin er við Sisimiut, en það er annar stærsti þéttbýliskjarninn á Vestur–Grænlandi. Hægt er að fræðast frekar um verkefnið á Grænlandi á heimasíðu Istaks www.istak.is Sementsverksmiðjan afhendir sementið í 1500 kg stórsekkjum á hafnarbakka í Reykjavík, en skipafélagið Royal Arctic Line mun flytja sementið til Sisimiut. Um helmingur af umsömdu sementsmagni eða 600 tonn verða afhent í þrennu lagi nú á næstu mánuðum, en restin um 650 tonn verður afhent næsta vor. Fyrsti farmur sem er 200 tonn var afhentur á mánudaginn og verður hann fluttur til Grænlands í vikunni. Akranesi 14.08.07 GHS

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar