4000 tonna sementsfarmur til Reyðarfjarðar

16.04.2007

Framkvæmdir við lokafrágang jarðganga fyrir Kárahnjúkavirkjun er nú í fullum gangi en mikil sementsnotkun fylgir framkvæmdunum. Göngin eru fóðruð að innan með sementsgraut, en til verksins er notað Portlandsement frá Sementsverksmiðjunni hf.

Áætlanir gera ráð fyrir að um 20.000 tonn af sementi fari í þessa framkvæmd, en henni á að vera lokið fyrri part sumars. Til að tryggja nægjanlegt sement fyrir austan hefur verksmiðjan afnot af tveim 2000 tonna sementssílóum á Reyðarfirði.

Í dag er verið að lesta MV Cyprus Cement en skipið mun flytja um 4000 tonn af sementi til Reyðarfjarðar,. Það er stærsti farmur sem afhentur hefur verið austur í einu lagi frá Sementsverksmiðjunni í tengslum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Að viku liðinni er síðan gert ráð fyrir því að MV Rohdos Cement verði lestað 3.600 tonnum af Portlandsementi, en það skip mun flytja sement bæði til Akureyrar og til Reyðarfjarðar. Mikil sementsnotkun á sér nú stað á Akureyri m.a. í tengslum við gerð Héðinsfjarðarganga.

16.4.07 Gunnar H. Sigurðsson

Texti við mynd: Unnið við lestun skipsins sem liggur við Faxabryggju. Skeiðfaxi, sementsflutningaskip Sementsverksmiðjunnar, dælir sementi í skipið en einnig eru notaðir 4 sementsflutningabílar til verksins. Afköst við lestunina eru um 180 tonn á tímann.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar