Ofnstoppi lokið hjá Sementsverksmiðjunni

22.02.2007

Rúmlega tveggja vikna ofnstoppi lauk hjá Sementsverksmiðjunni um síðastliðna helgi. Um var að ræða skipulagt ofnstopp þar sem skipt var um fóðringu í eldhólfi gjallbrennsluofns. Gjallbrennsluofn verksmiðjunnar er 100 m langur en í eldhólfi hans er hitastigið um 1450 gráður á Celsíus og álag á fóðringuna því mikið. Nauðsynlegt reynist því að endurnýja hana á um 10 – 11 mánaða fresti.

Samhliða endurnýjun fóðringar var tækifærið notað og unnið við ýmis viðhaldsverkefni sem nauðsynlegt er að framkvæma undir rekstrarstöðvun og til að tryggja snurðulausan ofnrekstur út árið.

Upphaflega stóð til að rekstrarstöðvun ofns að þessu sinni yrði í þrjár vikur en vegna mikillar sementssölu framundan var ákveðið að vinna ýmist á vöktum eða langan vinnudag til að flýta verklokum.

Vinna við rekstrarstöðvunina var aðallega unnin af sérhæfðum starfsmönnum verksmiðjunnar en verktakar voru einnig kallaðir til og sinntu þeir ýmsum störfum bæði á sviði viðhalds og annarra verka.

Í ofnstoppinu hafa starfsmenn verksmiðunnar og aðkeyptir verktakar lagt hart að sér og sýnt mikla færni við lausn hinna ýmsu sérhæfðu verkefna sem unnin hafa verið. Eru þeim færðar bestu þekkir fyrir framgönguna.

Akranesi 20.02.07
GHS

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar