25 ára starfsaldursviðurkenningar

19.12.2006

Síðastliðinn föstudag veitti stjórn Sementsverksmiðjunnar hf fimm starfsmönnum starfsaldursviðurkenningar fyrir 25 ára störf hjá verksmiðjunni. Sigurður R Helgason stjórnarformaður afhenti viðurkenningarnar.

Í máli Sigurðar við þetta tækifæri kom meðal annars fram að viðsnúningur í rekstri Sementsverksmiðjunnar frá taprekstri yfir í rekstrarhagnað væri ekki síst starfsmönnum verksmiðjunnar að þakka. Þakkaði hann starfsmönnunum fimm fyrir 25 ára farsælt starf og starfsmönnum öllum fyrir þeirra framlag til bætts reksturs fyrirtækisins.
Frá afhendingu starfsaldursviðurkenninga, talið frá vinstri, Gunnar H. Sigurðsson framkvæmdastjóri, Guðmundur Einarsson afgreiðslustjóri, Sveinn Einarsson rannsóknarmaður, Ármann Sigurðsson vélstjóri, Ingibergur Jónsson vaktstjóri í stjórnstöð og Sigurður R Helgason stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar hf.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Fax sementsafgreiðsla430 5051
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Fax skrifstofa430 5001

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Sementsverksmiðjan áskilur sér rétt til að leggja á viðbótarkostnað, sé um afgreiðslu utan opnunartíma að ræða að ósk viðskiptavinar

Nánari upplýsingar