Fjármálastjóri ráðinn til Sementsverksmiðjunnar

14.12.2006

Gunnar Ingi Hjartarson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn fjármálastjóri í Sementsverksmiðjunni. Hann hefur störf nú í desember. Gunnar er 53 ára, kvæntur Ragnheiði Torfadóttur kennara og eiga þau 3 börn. Fjölskyldan býr í Álmholti 5 í Mosfellsbæ. Gunnar hefur starfað hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga frá árinu 1998 og hefur góða reynslu á sviði bókhalds og fjármála. Hann mun einkum starfa að áframhaldandi uppbyggingu á bókhaldskerfum verksmiðjunnar, afstemmingum, árshlutauppgjörum og gerð ársreikninga, auk ýmis konar tölfræðilegrar úrvinnslu gagna. Sementsverksmiðjan býður Gunnar velkominn til starfa og væntir góðs af reynslu hans og þekkingu.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Fax sementsafgreiðsla430 5051
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Fax skrifstofa430 5001

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Sementsverksmiðjan áskilur sér rétt til að leggja á viðbótarkostnað, sé um afgreiðslu utan opnunartíma að ræða að ósk viðskiptavinar

Nánari upplýsingar