Bæjarstjóri fylgist með viðgerð á drifi kvarnar I

04.12.2006

Undanfarna daga hefur sérfræðingur frá fyrirtækinu FUCHS unnið að viðgerð á drifi sementskvarnar I. Titringur frá drifi hefur borist út í umhverfið og valdið nágrönnum verksmiðjunnar ónæði.

Viðgerðin var unnin í nánu samstarfi við starfsmenn viðhaldsdeildar verksmiðjunnar, en þeir búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á framleiðslubúnaði hennar. Tennur á drifi kvarnarinnar voru slípaðar niður, öxull endurnýjaður og ný sérhæfð olía sett á drifið. Nokkur árangur hefur náðst og er titringur frá drifinu nú minni en áður. En betur má ef duga skal og hefur nú verið ákveðið að endurnýja leguhús fyrir driföxul. Sú framkvæmd er ráðgerð í vikunni 10. – 15. desember næstkomandi.

Bæjarstjórinn á Akranesi hefur sýnt málinu mikinn áhuga. Í framhaldi af kvörtunum íbúa á Akranesi áttu bæjarstjóri og framkvæmdastjóri fund þar sem ræddar voru leiðir til lausnar. Í seinustu viku kom hann síðan aftur í heimsókn til að fylgjast með framgangi mála.

Á myndinni eru frá vinstri: Böðvar S. Björnson verkstæðisformaður, Gísli S. Einarsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Wolfgang Glage frá FUCHS og Gunnar H. Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar.

Akranesi 01.12.06
GHS

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar