Áframhaldandi góð sementssala

17.10.2006

Sementssalan frá Sementsverksmiðjunni varð tæp 14.000 tonn í september sem er svipað og undanfarna mánuði. Ekkert hefur því dregið úr sementssölu enn sem komið er. Nú er gert ráð fyrir að heildarsementssalan frá verksmiðjunni verði um 140.000 tonn á yfirstandandi ári sem er þar með með söluhæstu árum verksmiðjunnar frá upphafi. Afkastageta Sementsverksmiðjunnar úr eigin gjallframleiðslu er um 130.000 tonn á ári. Sementsmölunarafköst verksmiðjunnar eru hinsvegar um 180.000 tonn á ári. Til að brúa bilið hefur verið flutt inn sementsgjall til mölunar og var 6000 tonna farmi landað á Akranesi nú í byrjun október. Þetta var annar gjallfarmurinn í ár og hafa því samtals um 12.000 tonn af gjalli verið flutt inn það sem af er árinu. Söluhorfur fyrir næsta ár eru góðar. Gert er ráð fyrir að sementssala verksmiðjunnar til almennra nota verði áfram góð auk þess sem áfram verður afhent sement til stórra verkefna eins og til Kárahnjúkavirkjunar og til Héðinsfjarðarganga. Akranesi 14. okt. 2006 GHS

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar