Innflutningur á gjalli

30.05.2006

Skipið Wilson Ray kom í dag, 26 maí, til Akraness mað 5800 tonna gjallfarm fyrir Sementsverksmiðjuna hf. Gjallið er flutt inn frá bænum Kjöpsvík í Norður-Noregi þar sem það er framleitt í sementsverksmiðju í eigu Norcem (norsku sementsverksmiðjurnar). Norcem er eins og kunnugt er einn af eigendum Sementsverksmiðjunnar. Afkastageta Sementsverksmiðjunnar á sementsgjalli er um 110.000 tonn á ári. Mölurnarafköst eru hins vegar miklu meiri eða allt að 180.000 tonn. Vegna mikillar sementssölu um þessar mundir hefur verksmiðjan ekki undan að framleiða gjall og er því gripið til innflutnings til að tryggja nægar sementsbirgðir fyrir markaðinn. Innflutt gjall frá verksmiðjunni í Kjöpsvík hefur sömu eiginleika og gjall framleitt í verksmiðjunni á Akranesi og hentar því vel til framleiðslunnar. Í framleiðslurásinni verður innflutta gjallið notað samhliða eigin framleiðslu og verður engin merkjanleg breyting á eiginleikum framleidds sements.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar