Nýir raforkusamningar undirritaðir

11.01.2006

Þann 10. janúar s.l. voru undirritaðir nýir samningar um rafmagnskaup Sementsverksmiðjunnar h.f. Var það gert í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Í samræmi við ný raforkulög voru gerðir tveir aðskildir samningar. Annar um flutning og dreifingu raforkunnar við dreifisvið Orkuveitunnar. Hinn um kaup á raforkunni við sölusvið Orkuveitunnar.

Sementsverksmiðjan notar mjög mikið rafmagn. Fyrir daga stóriðjunnar var verksmiðjan um langt ára bil stærsti einstaki rafmagnsnotandi landsins. Rafmagnið er m.a. notað til að mala hráefni sementsins og blanda þeim saman. Eftir að blandan hefur verið brennd í ofni verksmiðjunnar er einnig notað mikið rafmagn til að mala sementsgjallið. Verksmiðjan hefur á undanförnum árum keypt frá 11- 19 GWh af raforku á ári og fer notkunin eftir því hve framleiðslan er mikil.

Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar hf undirritaði samningana fyrir hönd verksmiðjunnar, en f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, Dreifingu, undirritaði Rúnar Sv. Svavarsson deildarstjóri samninginn um flutning og dreifingu, en Þorsteinn Sigurjónsson, aðst. framkvæmdastjóri sölusviðs undirritaði samninginn um sölu rafmagns.

Texti með mynd.
Frá undirritun samninganna. Frá vinstri: Magnús Oddsson, ráðgjafi verksmiðjunnar í rafmagnsmálum; Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunar hf. Þorsteinn Sigurjónsson, aðst. framkvæmdastjóri sölusviðs OR, Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri markaðsdeildar OR og Rúnar Sv. Svavarsson, deildarstjóri Dreifingar-rafmagn OR.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar