Umhverfisvæn endurnýting á köggluðu kísilryki

30.12.2005

Ákveðið hefur verið að auka notkun á köggluðu kísilryki í stað kísilryks við framleiðslu sements í Sementsverksmiðjunni. Ávinningur af þessu verkefni er tvíþættur. Annarsvegar er um það að ræða að lækka framleiðslukostnað þar sem kögglað ryk er mun ódýrara en kísilryk. Hinsvegar er um að ræða samstarfsverkefni með Íslenska járnblendifélaginu þar sem umhverfisvænt er að endurnýta kögglað kísilryk sem safnast hafði fyrir við rætur Akrafjalls á fyrstu starfsárum Járnblendiverksmiðjunnar. Vandamál við nýtingu efnisins er einkum fólgið í því að erfitt er að meðhöndla klístrað efnið og að skammta það með nákvæmni inn í framleiðsluferlið. Gengið hefur verið frá samningi við fyrirtækið Agdermaskin í Noregi um smíði á sérútbúnum útaksbotni til að mata efnið út úr efnissílói. Um er að ræða svokallaðan tvöfaldan sniglabotn sem er þannig útbúinn að botninn í sílóinu er láréttur og nánast allur á iði þannig að efnið er nánast skafið út úr efnissílóinu. Frá sílóinu verður efnið síðan flutt með færiböndum inn í efnisrás fyrirtækisins. Við hönnunina hefur þess verið gætt að efnisgæði sementsins haldist óbreytt og innan þeirra ströngu marka sem skilgreind eru í gæðakerfi fyrirtækisins sem vottað er samkvæmt ISO staðli. Það er fyrirtækið Iðntækni á Grundartanga sem hefur verið ráðgefandi og séð um hönnun tækjabúnaðar í samstarfi við tæknideild Sementsverksmiðjunnar. Gert er ráð fyrir að búnaðurinn verði tekinn í notkun í maí 2006. Akranesi, 28. des 2005 GHS

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar