Framkvæmdastjóraskipti

18.11.2005

Á fundi stjórnar Sementsverksmiðjunnar hf 16. nóvember s.l. var ákveðið að ráða Gunnar Hermann Sigurðsson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins frá og með 1. desember n.k. í stað Gylfa Þórðarsonar sem hafði tilkynnt að hann hyggðist láta af störfum fyrir lok ársins.
Gunnar Hermann er 49 ára véltæknifræðingur að mennt og hóf störf hjá fyrirtækinu í október 1981 sem viðhaldsstjóri. Hann hefur um langt skeið verið deildarstjóri framleiðslu og viðhalds, auk þess sem hann hefur meira og minna borið ábyrgð á flutningum og dreifingu síðustu misserin.
Gylfi mun verða Gunnari til halds og trausts fram að miðjum desember.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar