Tómas lætur af störfum

18.03.2005

Tómas Runólfsson, deildarstjóri fjármála og viðskipta, lét af störfum 15. mars, en hann hafði sagt starfi sínu lausu frá 1. október á síðasta ári. Tómas starfaði samfleytt í 41 ár hjá Sementsverksmiðjunni, lengst af á aðalskrifstofu. Hann sá um launamálin í byrjun, en fljótlega einnig um bókhald verksmiðjunnar auk annars. Tómas þótti ákaflega samviskusamur og nákvæmur starfsmaður og sérstaklega töluglöggur. Sementsverksmiðjan færir honum bestu þakkir fyrir árin öll og óskar honum velfarnaðar á komandi árum.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Fax sementsafgreiðsla430 5051
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Fax skrifstofa430 5001

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Sementsverksmiðjan áskilur sér rétt til að leggja á viðbótarkostnað, sé um afgreiðslu utan opnunartíma að ræða að ósk viðskiptavinar

Nánari upplýsingar