Sementsflutningar norður og austur

18.10.2004

Sementsflutningaskipið Cemsea lestaði rúmlega 4.200 tonn af sementi á Akranesi í síðustu viku sem er mesta sementsmagn sem farið hefur um borð í eitt skip á Akranesi. Tæplega helmingur farmsins fór til Akureyrar og afgangurinn til Reyðarfjarðar. Sama skip lestaði um 2.200 til Reyðarfjarðar í byrjun september og er væntanlegt næst til lestunar um 10. nóvember. Skeiðfaxi, skip verksmiðjunnar, var í stöðugum flutningum austur seinni hluta sumars og fór einnig nokkrar ferðir síðari hluta september og í byrjun október, en ekki er gert ráð fyrir að skipið verði meira í sementsflutningum á næstunni.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar