Framleiðslustöðvun hjá Sementsverksmiðjunni

08.07.2004

Framleiðsla Sementsverksmiðjunnar hefur verið stöðvuð vegna sumarleyfa starfsfólks í framleiðsludeild. Stöðvunin hófst seinustu vikuna í júní og er ráðgert að hefja framleiðslu gjalls og sements að nýju í byrjun ágúst. Í framleiðslustöðvuninni verður tækifærið notað og farið í minniháttar viðhald á framleiðslutækjum. Ráðgert er að skipta út slitnum kæliplötum í gjallkæli og að yfirfara hreinsibúnað í rafsíu III við gjallbrennsluofn. Framleiðsla Sementsverksmiðjunnar hefur gengið vel undanfarna mánuði og hafa afköst framleiðslutækja verið með besta móti. Birgðastaða sements er því það góð að engin hætta er á því að til að sementsskorts komi. Sementsafgreiðslur verksmiðjunnar á Akranesi, Akureyri og á Reyðarfirði verða opnar í sumar með óbreittu sniði eins og verið hefur.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar