Metframleiðsla á sementsgjalli

06.05.2004

Framleiðslumet var slegið mánudaginn 3. maí síðastliðinn í framleiðslu á sementsgjalli í Sementsverksmiðjunni. Framleidd voru 366 tonn af gjalli yfir sólarhringinn, en það magn þarf til framleiðslu á um 430 tonnum af Portlandsementi. Gjallbrennsluofn verksmiðjunnar, sem er 100 m langur og 3,15 m í þvermál, var upphaflega hannaður fyrir 260 tonna framleiðslugetu á sólarhring. Á níunda áratugnum var framleiðslugeta ofnsins aukin með breyttum drifbúnaði upp í 310 – 320 tonn. Eldra framleiðslumet, sem sett var fyrir um 4 árum síðan, var 360 tonn.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar