Norcem

22.01.2004

Sementsbirgðastöð og afgreiðsla hefur verið reist austur á Reyðarfirði og verður formlega tekin í notkun miðvikudaginn 21. janúar. Hún verður rekin af Sementsverksmiðjunni ehf fyrir hönd Norcem á Íslandi ehf, sem er dótturfélag 100% í eigu Norcem A.S. í Noregi. Samningur við Tau Mek Verksted A.S. um byggingu afgreiðslunnar var undirritaður í lok júní 2003. Afgreiðslan var tilbúin til afhendingar á sementi um miðjan desember síðastliðinn.

Í afgreiðslustöðinni eru 4 sementsgeymar, sem hver er um 1700 m3, og rúmast í þeim um 4x2000 tonn af sementi. Afgreiðslan er búin PLC tölvustýringu sem tengist bílavog og miðtölvukerfi. Þetta gerir algjöra sjálfvirkni mögulega við notkun afgreiðslunnar. Bílstjórarnir sjá sjálfir um áfyllingu bílanna. Afgreiðslan er hönnuð fyrir sjálfvirka afgreiðslu án sérstaks eftirlits allan sólarhringinn.

Þrír af sementsgeymunum á Reyðarfirði eru ætlaðir fyrir sement frá Norcem A.S. og sá fjórði fyrir sement frá Sementsverksmiðjunni hf. Sementið er flutt með skipum sem eru sérstaklega byggð til að flytja laust sement og annað laust fínefni. Áfyllingarskýli er byggt undir geymunum og gefur það góða vörn gegn veðurálagi. Losunarbúnaðurinn fyrir skipin er lokað kerfi og nýtist óháð veðurskilyrðum.

Sementsafgreiðslunni er ætlað að afhenda sement til stórverkefna á svæðinu auk þess að mæta þörf fyrir sement á Austurlandi. Afgreiðslustöðin verður starfrækt í 5 ár í byrjun. Hvað síðan verður hefur enn ekki verið ákveðið.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar