M/V Cemstar lestar á Akranesi

17.12.2003

Sementsflutningaskipið M/V Cemstar frá Gibraltar liggur nú við Faxabryggju á Akranesi þar sem unnið er að lestun skipsins. Skipið sem er sérútbúið til sementsflutninga er um 88 m langt, 12,5 m á breidd og lestar rúm 3000 tonn. Um er að ræða stærsta sementsskip sem lestað hefur verið af sementi frá Sementsverksmiðjunni hf. Skipið kom til landsins snemma á laugardagsmorgun með um 3000 tonn af sementi frá norsku sementsverksmiðjunni Norcem A/S í Brevik. Skipið lagðist að á Reyðarfirði og landaði sementinu í nýja sementsbirgðastöð sem þar hefur verið reist. Sementsbirgðastöðin sem byggð er af Norcem A/S og Sementsverksmiðjunni hf hefur 8.000 tonna burðargetu og er nú tilbúin til notkunar. Frá Reyðarfirði sigldi skipið suður með landinu til Akraness. Þar stendur nú yfir lestun á 3000 tonnum af portlandsementi. Skipið mun síðan sigla til Akureyrar og áfram til Reyðarfjarðar og mun landa um 1500 tonnum af sementi á hvorum stað. Á Akureyri verður portlandsementið selt til almennra nota, en sementið sem sent verður austur á Reyðarfjörð verður einkum notað til jarðgangagerðar og annarra verka er tengjast framkvæmdum er varða byggingu Kárahnjúkavirkjunar.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar