Sementsbirgðastöð á Reyðarfirði

16.12.2003

Þann 2. nóvember síðastliðinn kom flutningaskipið Edda Fjord til Reyðarfjarðar með sementssíló og sjálfvirka sementsafgreiðslustöð, sem sett var upp á Reyðarfirði fyrir norsku sementsverksmiðjurnar NORCEM og Sementsverksmiðjuna hf á Akranesi. Sílóin, sem eru 4, eru smíðuð af norska fyrirtækinu Tau – Mek og er hvert 1700 rúmmetrar að stærð og taka því hvert um sig um 2000 tonn af sementi. Þau eru um það bil 45 metra há og 9 metrar í þvermál. Annar búnaður er frá fyrirtækinu Caspar Hansen og rafbúnaður kemur frá fyrirtækinu Arne Byberg. Almenna Verkfræðistofan í Reykjavík sá um hönnun burðarvirkja og verktakafyrirtækið Ístak sá um smíði og frágang þeirra. Tau – Mek og Arne Byberg sáu síðan um að setja búnaðinn upp í samvinnu við íslenska verktaka í málm- og rafiðnaði. Áætlaður kostnaður við mannvirkið nemur um 20 milljónum norskra króna. Stöðinni er ætlað að anna eftirspurn á sementi á Austfjörðum á næstu árum sem er áætluð um 200.000 tonn og eru samningar um sölu á langstærstum hluta þess magns í höfn.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar