Ofnstopp hjá Sementsverksmiðjunni hf

10.08.2003

Þann 20. september síðastliðinn hófst ofnstopp sem skipulagt er vegna endurnýjunar á ofnfóðringu og annarra viðhaldsverkefna. Ráðgert er að gjallframleiðsla liggi niðri fram í desember en á tímabilinu verður framleitt sement úr gjalli sem verksmiðjan á til á lager. Lang stærsta viðhaldsverkefnið að þessu sinni er endurnýjun á um 20% af sjálfum gjallbrennsluofninum. Ofninn sem byggður var fyrir 1960 hefur í gegnum árin tærst á svokölluðu ofnkeðjubili og því nauðsynlegt að endurnýja þann hluta. Nýtt ofnstykki sem smíðað var hjá Þorgeir og Ellert hf á Akranesi er 21 m langt, um 3,15 m í þvermál og vegur um 40.000 kg. Mikil undirbúningsvinna hefur farið fram til að tryggja að vinna við ofnstykkið gangi vel fyrir sig. Byggðar hafa verið stálundirstöður til að halda uppi ofnstykkinu sem verið er að fjarlægja og til að taka við því nýja og halda því uppi meðan unnið er að samsetningu. Þá hefur þak á ofnhúsi verið opnað á um 25 metra kafla en ofnstykki verða hífð í gegnum rofið þak. Vinna við ofnstykkið er framkvæmd af starfsmönnum viðhaldsdeildar verksmiðjunnar með aðstoð frá Þorgeir og Ellert hf. Kranavinna vegna undirbúnings er unnin af Skóflunni á Akranesi, en það er fyrirtækið GP kranar ehf sem kemur til með að hífa sjálf ofnstykkin. Fenginn verður til þess stærsti skotbómukrani landsins en hann hefur 300 tonna lyftigetu. Ráðgert er að vinna vegna endurnýjunar á ofni taki um fjórar vikur en í framhaldi af því verður unnið að almennum viðhaldsverkefnum við framleiðslutæki eins og venja er í ofnstoppum.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar