Vottað gæðakerfi Sementsverksmiðjunnar ehf

13.10.2020

Sementsverksmiðjan hefur rekið vottað gæðakerfi frá árinu 1998 eða í rúm 22 ár. Á þessum tíma hafa orðið töluverðar breytingar á kerfinu. Árið 2012 var rekstri Sementsverksmiðjunnar breytt úr framleiðslufyrirtæki í innflutningsfyrirtæki. Það kallaði á verulega aðlögun kerfisins að nýju rekstrarfyrirkomulagi. Kerfið var síðan á árinu 2017 aðlagað og uppfært að nýrri útgáfu ISO staðalsins ÍST EN ISO 9001:2015.

Vottunarstofan Vottun hf framkvæmdi viðhaldsúttekt á kerfinu 8. september síðastliðinn. Niðurstöður úttektarinnar voru þær að gæðakerfi Sementsverksmiðjunnar sé virkt og í góðum rekstri. Í framhaldi af úttektinni hefur fyrirtækið fengið endurnýjað gæðavottorð sem gildir til 26. september 2023.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar