Vörulýsingar
25.06.2020
Sementsverksmiðjan ehf. hefur gefið út á íslensku vörulýsingar yfir þær sementstegundir sem fluttar eru inn frá Norcem AS. Þrjár sementstegundir eru fluttar inn, Anleggsement, Standardsement FA og Industrisement. Anleggsementið er svokallað hreint lágalkalísement, Standardsement FA er blandað sement sem inniheldur 18% svifösku og 4% kalkstein og Industrisementið er hraðsement.
Tilgangur útgáfunnar er tvíþættur. Annars vegar er henni ætlað að miðla þekkingu um þær sementstegundir sem Sementsverksmiðjan býður upp á. Hinsvegar er útgáfan liður í því að auka ánægju viðskiptavina í samræmi við kröfur í ÍST EN ISO 9001:2015.
Vörulýsingarnar eru þýddar úr frumgögnum frá Norcem AS. Við þýðinguna var Guðbjartur Jón Einarsson hjá Mannviti ráðgjafi varðandi tæknileg hugtök og aðlögun að íslensku umhverfi. Auglýsingastofan P&Ó sá um hönnun og útgáfu.
Blöðin má sjá hér en þau verða einnig aðgengileg á heimasíðunni sement.is
Akranesi 25.06.20 /GHS