Steinsteypudagurinn 2020

27.02.2020

Steinsteypudagurinn 2020

 

Hinn árlegi Steinsteypudagur var haldinn föstudaginn 21. febrúar síðastliðinn. Mörg áhugaverð erindi voru flutt að þessu sinni. Meðal annars var lögð áhersla á mikilvægi þess að vernda andrúmsloftið með notkun umhverfisvænna byggingarefna.

 

Sementsverksmiðjan flytur inn sement frá norska sementsframleiðandanum Norcem AS sem er í eigu HeidelbergCement sem er stærsti steinefnaframleiðandi í heimi, annar stærsti sementsframleiðandinn og þriðji stærsti steypuframleiðandinn. Kjell Skjeggerud sem er forstjóri þróunardeildar HeidelbergCement í norður Evrópu gerði á Steinsteypudeginum grein fyrir því hvernig Norcem AS ætlar sér að verða brautriðjandi í heiminum varðandi framleiðslu á umhverfisvænu sementi.

 

Við framleiðslu á einu tonni af sementi losnar um 800 kg af koldíoxiði í andrúmsloftið. Um 40% af þessu koldíoxiði kemur frá jarðefnaeldsneytinu sem notað er við framleiðsluna en 60% koma frá efnahvarfinu þar sem kalsíumkarbónat klofnar í kalsíum oxið og koldíoxið. Norcem AS hefur nú þegar náð að lækka útblástur koldíoxíðs niður í 612 kg við framleiðslu á einu tonni af sementi með því að nota eldsneyti unnið úr úrgangsefnum í stað jarðefnaeldsneytis. Áform Norcem er að lækka útblásturinn enn frekar eða niður í 300 kg innan 5 ára. Þetta hyggst fyrirtækið gera með því að fanga koldíoxið úr útblæstrinum með svokallaðri „Carbon Capture“ aðferð. Hér má sjá myndband þar sem Per Brevik, yfirmaður deildar sem stjórnar gerð og notkun eldsneytis unnið úr úrgangsefnum hjá HeidelbergCement í norður Evrópu, útskýrir þessi áform:

 

https://www.youtube.com/watch?v=DvPEA09Lirw

 

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar