Nýtt þvottaplan á Akranesi
23.12.2019
Nýtt þvottaplan Sementsverksmiðjunnar á Akranesi verður tekið í notkun nú um áramótin. Verksmiðjan hefur á undanförnum árum notast við þvottaplan sem staðsett var í framleiðsludeild fyrirtækisins en eftir að framleiðsludeildin var rifin þurfti að bregðast við og byggja nýtt þvottaplan.
Þvottaplanið er notað til hreinsunar á sementsflutningabílum fyrirtækisins. Það er útbúið samkvæmt ströngustu kröfum þar sem tryggt er með efnis- og olíuskiljum að engin óhreinindi eða olíur berist út í umhverfið eða í niðurföll og út í sjó.
Sementsflutningabílar Sementsverksmiðjunnar eru áberandi í umferðinni og mikilvægt er að þeir séu hreinir og fyrirtækinu til sóma.
Kostnaður við byggingu plansins nam um 14 milljónum króna.
Akranesi 23.12.2019 /GHS