Þrýstingsöryggi

20.12.2019

Sementsverksmiðjan ehf. hefur gefið út bæklinginn „Þrýstingsöryggi“ á íslensku, en bæklingurinn fjallar um dælingu á sementi undir loftþrýstingi og öryggisatriði varðandi notkun slíkrar tækni.

 

Bæklingurinn er upphaflega gefinn út af sænsku sementsverksmiðjunum Cementa AB, en hefur verið gefinn út á norsku í Noregi af Norcem AS. Norska útgáfan var síðan notuð sem fyrirmynd að íslensku útgáfunni.

 

Tilgangur útgáfunnar er tvíþættur. Annars vegar er honum ætlað að miðla þekkingu um búnað og aðstæður sem allir notendur eiga að þekkja og eiga að fara eftir til þess að tæknin geti orðið eins örugg og mögulegt er. Í öðru lagi er útgáfa bæklingsins liður í því að auka ánægju viðskiptavina í samræmi við kröfur í ÍST EN ISO 9001:2015.

 

Í bæklingnum er gerð grein fyrir búnaði og öryggisatriðum sem huga þarf að þegar sementi er dælt úr sementsflutningabíl yfir í sementssíló hjá viðskiptavini. Bæklingnum verður til að byrja með dreift til viðskiptavina Sementsverksmiðjunnar, en seinna meir er gert ráð fyrir því að hann verði aðgengilegur á heimasíðunni sement.is

 

Akranesi 19.12.19/GHS

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar