Nýtt rykhreinsivirki á Akranesi
14.10.2019Nú í sumar var tekið í notkun nýtt rykhreinsivirki við birgðastöð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Rykhreinsivirkið samanstendur af ryksíu og húsi sem ver síuna fyrir veðrum og óviðkomandi umferð. Hlutverk búnaðarins er að draga loft í gegnum stokk sem liggur undir sementsgeymunum fjórum. Við lestun sementsbíla er stafsmaður við vinnu inni í stokknum. Töluvert sementsryk þyrlast upp þar inni, og er nauðsynlegt að fjarlægja rykið jafn óðum til að verja starfsmanninn fyrir rykálagi.
Auk þess að hreinsa ryk undan geymunum síar þessi búnaður allt ryk úr loftstraumnum áður en honum er hleypt út í andrúmsloftið. Búnaðurinn kemur þannig í veg fyrir að ryk berist út í umhverfið. Þessi búnaður er þannig hluti af þeim áformum að gera rekstur birgðastöðvarinnar sem umhverfisvænastan.
Eldri búnaður sem samanstóð af ryksyklon hefur nú verið fjarlægður. Hann var orðinn úreltur og uppfyllti engan veginn kröfur um öryggi á vinnustað.
Akranesi 05.10.19 /GHS