Steinsteypudagurinn 2019

21.02.2019

Steinsteypudagurinn 2019

 

Föstudaginn 15. febrúar síðastliðinn var Steinsteypudagurinn 2019 haldin á Grand Hótel í Reykjavík. Á annað hundrað manns sóttu daginn að þessu sinni. Haldin voru fjölmörg fróðleg erindi og nokkur fyrirtæki kynntu starfsemi sína í opnu rými fyrir utan fundarsalinn.

 

Norcem AS tók þátt í Steinsteypudeginum með uppsetningu á kynningarbás þar sem framleiðsla og áhersla sementsframleiðandans á umhverfisvænar lausnir voru kynntar. Fulltrúi frá Norcem var John Sunde, framkvæmdastjóri markaðsmála. Margir áhugasamir þátttakendur á Steinsteypudegi heimsóttu básinn og kynntu sér starfsemina.

 

Doktor Børge Johannes Wigum, starfsmaður Eignarhaldsfélagsins Hornsteins og HeidelbergCement Group, hélt erindi á Steinsteypudeginum. Erindið bar heitið „Sementstegundir frá Norcem; Eiginleikar, umhverfismál og ending steinsteypu“. Eins og heitið segir til um fjallaði Børge í erindi sínu aðallega um þær sementstegundir sem Sementsverksmiðjan flytur inn frá Norcem, auk þess að fjalla um mikla áherslu sementsframleiðandans á umhverfismál.
Skyggnukynningu Børge má sjá hér: Islands betongdag 2019 BJW comp.pptx.

 

Í lok Steinsteypudags buðu Norcem AS og Sementsverksmiðjan ehf ráðstefnugestum upp á léttar veitingar sem mæltist vel fyrir.

 

Akranesi 19.02.2019/ GHS

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar