Hornsteinn Sementsverksmiðjunnar

17.09.2018

Þann 14. júní síðastliðinn voru sextíu ár liðin frá því að þáverandi forseti Íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, lagði Hornstein að Sementsverksmiðjunni við hátíðlega athöfn. Hornsteinninn var innmúraður í steyptri súlu við úttaksenda gjallbrennsluofnsins, en svæðið við enda ofnsins þar sem brennarinn var staðsettur var alla tíð kallað „fyrplads“ upp á danska vísu.

Í hornsteininum (blýhólkur) er skjal þar sem eftirfarandi er skráð:

Sementsverksmiðja ríkisins
Ríkisstjórn Íslands lét reisa þessa verksmiðju til
framleiðslu á sementi í almennings þágu.
Ár 1958, laugardag 14. dag júnímánaðar var
hornsteinn lagður að verksmiðju þessari.
Þá var forseti Íslands:
Herra Ásgeir Ásgeirsson


Við frágang samninga Sementsverksmiðjunnar og kröfu- og hagsmunaaðila sem undirritaðir voru í lok árs 2013 eignaðist Akraneskaupstaður framleiðsludeild verksmiðjunnar og þar með ofnhúsið. Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar sýndu frumkvæði og björguðu hornsteininum áður en niðurrif ofnhússins hófst. Það þótti við hæfi að framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar afhenti Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraness, hornsteininn í tilefni afmælisins til varðveislu.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar