Afhending sements til byggingar Dýrafjarðargangna

20.04.2018

Bygging Dýrafjarðargangna hófst seinnipart sumars á síðastliðnu ári. Það eru Metrostav a.s. frá Tékklandi og Suðurverk hf sem sjá um framkvæmdina. Göngin, sem tengja saman Arnarfjörð og Dýrafjörð, verða með vegskálum 5,6 km löng.

 

Sementsverksmiðjan afhendir sement til byggingar Dýrafjarðargangna. Áætluð sementsnotkun til byggingar gangnanna og tengdra mannvirja er rúm 10.000 tonn. Notað er Anleggsement með 6% kísilrykíblöndun til verksins.

 

Vitað var fyrirfram að erfitt gæti reynst að tryggja aðdrætti efnis og vista til framkvæmdarinnar þar sem vetrarveður geta verið erfið á Vestfjörðum. Vegir eru lokaðir vikum og jafnvel mánuðum saman vegna snjóa og aurs. Áætlanir Vegagerðarinnar um mánaðarlegar opnanir eru til bóta en ótraustar þar sem verður geta versnað með skömmum fyrirvara. Þá hafa þungatakmarkanir vegna aurs einnig haft áhrif þar sem létta þarf sementsfarmana um 5 tonn þegar þær gilda.

 

Sem mótvægisaðgerð við þessum aðstæðum settu framkvæmdaraðilar upp 750 tonna sementsbirgðastöð í Arnarfirði þar sem framkvæmdir við göngin hófust. Ákveðið var að fylla birgðastöðina fyrir veturinn og var því lokið í lok nóvember. Síðan hefur hvert tækifæri verið notað til að senda bílfarma vestur, oft við bísna erfiðar aðstæður. Enn sem komið er hefur ekki orðið sementslaust á framkvæmdastað.

 

Myndin er tekin í fyrstu ferðinni sem farið var með sement til Arnarfjarðar 10 ágúst 2017.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar