Stórafmæli

26.01.2018

Sementsverksmiðjan fagnar 60 ára afmæli í ár, 2018. Ásgeir Ásgeirsson þáverandi forseti lagði hornstein að Sementsverksmiðjunni í júní 1958, en það ár hófst framleiðsla sements á Akranesi. Fyrirtækið sá íslenskum byggingariðnaði fyrir innlendu sementi í rúma hálfa öld, allt til ársins 2012 þegar sementsframleiðslu var hætt og fyrirtækinu var breytt í innflutningsfyrirtæki.

Í tilefni afmælisins hefur auglýsingastofa P og Ó hannað afmælislogó sem notað verður á afmælisárinu.

Á afmælisárinu er unnið að mörgum spennandi verkefnum til að styrkja stöðu fyrirtækisins á markaði. Um þessar mundir er unnið hörðum höndum að því að breyta gæðakerfi Sementsverksmiðjunnar í takt við nýja útgáfu ISO staðalsins sem kom út árið 2015. Stefnt er að því að innleiða uppfært gæðakerfi áður en úttektir Vottunar hf fara fram þannig að í lok ársins verði búið að innleiða gæðavottunina samkvæmt nýja staðlinum að fullu. Þá er á árinu 2018 einnig unnið að því að bæta rekstur fyrirtækisins enn frekar með umbótaverkefnum sem stofnað var til í framhaldi af úttekt endurskoðanda HeidelbergCement á rekstrinum.
Það er ánægjulegt að segja frá því, að á afmælisárinu er Sementsverksmiðjan eitt af 860 fyrirtækjum á Íslandi sem hlotið hafa viðurkenninguna „Framúrskarandi fyrirtæki 2017“  af Creditinfo.

Á þessum tímamótum er rétt að þakka öllum þeim sem komu að stofnum Sementsverksmiðjunnar á sínum tíma, öllum starfsmönnum og viðskiptavinum í gegnum árin fyrir góða samvinnu og tryggð við Sementsverksmiðjuna.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar