Fjárfestingar hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi

07.09.2017

Í tengslum við fyrirhugað niðurrif Akraneskaupstaðar á framleiðsluhúsum Sementsverksmiðjunnar þurfti að tryggja að sementsbirgðastöðin á Akranesi gæti starfað áfram óháð gömlu framleiðslueiningunni. Til þess að tryggja það þurfti að koma fyrir nýjum loftpressum í pökkunarstöðinni og jafnframt að taka inn nýtt rafmagnsinntak.

Hingað til hefur Sementsverksmiðjan átt svokallaðan „loftpressucentral“ sem staðsettur er í kvarnarhúsi verksmiðjunnar. Frá þessum central var allt loft framleitt til Sementsverksmiðjunnar. Kvarnarhúsið verður rifið og ekki þótti hagkvæmt að flytja stórar og gamlar loftpressur yfir í pökkunarstöðina. Því var ákveðið að fjárfesta í nýjum loftpressum af hæfilegri stærð. Við innkaupaferlið var fengin aðstoð frá innkaupadeild HeidelbergCement í Noregi. Hagstæð tilboð bárust frá birgjum og var ákveðið að kaupa tvær Ingersoll Rand pressur. Afhendingaröryggi á sementi byggist að stórum hluta á því að hafa aðgang að nægu þurru lofti. Það er ástæðan fyrir því að keypt var ein aðalpressa og önnur varapressa. Loftpressurnar kostuðu upp komnar tæpar 20 milljónir króna. Gerður hefur verið viðhalds-þjónustusamningur við fyrirtækið Klettur sem mun þjónusta loftpressurnar næstu 5 árin.


Loftpressur

Við niðurrif á verksmiðjuhúsunum þarf að aftengja allt rafmagn á svæðinu. Því var ákveðið að taka inn nýtt 710A rafmagnsinntak í pökkunarstöðina, en hún verður nýtt af Sementsverksmiðjunni til ársins 2028. Fyrirtækið Rafmiðlun sá um hönnun inntaksins. Kostnaður við nýja heimtaug nemur tæpum 12 milljónum króna.


Rafmagnsinntak

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar