Átak í fegrun umhverfis og aukið öryggi

20.09.2016

Mikil vinna hefur farið fram undanfarna mánuði í tiltekt og fegrun umhverfis í og við Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Nokkrir samverkandi þættir hafa orðið til þess að bæta ásjónu og ímynd fyrirtækisins í bæjarfélaginu.

Síðastliðið vor fór fram mikið tiltektarátak í tengslum við kvikmyndaupptöku á svæðinu. Bæði úti og innisvæði voru hreinsuð og girðing meðfram Faxabraut var endurnýjuð.

Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á viðgerð og málun birgðastöðvarinnar. Um er að ræða 3 ára verkefni sem um var samið í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins í lok árs 2013. Almenn ánægja er meðal bæjarbúa með þessa framkvæmd og þykir vel hafa tekist til með litaval.

Búið er að fjarlægja sanddælurör sem lágu frá Faxabryggju, meðfram efnisgeymslu við Faxabraut og yfir í skeljasandsþró. Rörið var nokkuð þrúgandi í umhverfinu og létti mikið yfir svæðinu við þá framkvæmd.

Samfara aukinni snyrtimennsku hefur verið unnið jafnt og þétt að því allt árið að bæta öryggi á vinnustað. Fyrir ári síðan heimsótti Geir Andersen öryggisstjóri HeidelbergCement í norður Evrópu Sementsverksmiðjuna. Geir benti á tæplega hundrað atriði sem betur máttu fara með tilliti til öryggis. Búið er að lagfæra stóran hluta af þeim athugasemdum sem fram komu og er stefnt að því að listinn verði tæmdur um mitt næsta ár.

Meðfylgjandi eru myndir af birgðastöðinni fyrir og eftir framkvæmdir.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar