Innflutningur á sementi

21.01.2015

Sementsverksmiðjan ehf á Akranesi flytur inn sement frá Norcem AS í Noregi, sem á og rekur tvær sementsverksmiðjur. Sú stærri er staðsett í Brevik sunnan við Osló, hin verksmiðjan er í Kjöpsvik í norður Noregi. Sement frá Norcem hefur til þessa verið flutt inn frá Brevik.

Sementsverksmiðjan á og rekur 16.000 tonna birgðastöð á Akranesi og 4.000 tonna stöð á Akureyri. Á Akranesi eru fjórir 4000 tonna sementsgeymar, en á Akureyri er einn 4.000 tonna geymir.

Sementið er flutt milli landa í sérútbúnum skipum. Þessi skip flytja sementið í þar til gerðum tönkum. Í hverju skipi eru nokkrir tankar þannig að mögulegt er að flytja mismunandi gerðir sements í hverri ferð. Eftir að skip hefur lagst að bryggju er sementinu dælt með þrýstilofti úr skipinu yfir í birgðastöðvarnar.

Mikilvægt er að nota sem stærst skip til flutninganna til að halda flutningskostnaði í lágmarki, en höfnin á Akranesi takmarkar skipastærðina. Á meðfylgjandi mynd er sementsflutningaskipið UBC Cork að landa sementi á Akranesi í nóvember síðastliðnum. Cork og systurskip þess sem heitir UBC Cartagena geta flutt 7.200 tonn af sementi að sumarlagi, en 7.000 tonn yfir vetrarmánuðina.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar