Basaltméla CE merkt

16.09.2014

Þann 26 mars síðastliðinn fékk Sementsverksmiðjan ehf leyfi til CE merkingar á basaltmélu. Basaltméla er fínkornað fylliefni sem er notað í múr og steinsteypu. Framleiðslan fer þannig fram að valin basaltsandur er þurrkaður og síðan malaður niður í sementskvörn í skilgreinda kornastærð.

Mélan er afhent í lausu til viðskiptavina Sementsverksmiðjunnar í um 30 tonna förmum með tankbílum.

Það var British Standards Institution sem tók út framleiðsluferli verksmiðjunnar og gaf út staðfestingu á að Sementsverksmiðjan fylgi staðlinum EN 12620 við framleiðslu sína.

Tækniblað

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar