Sementverksmiðjan ehf vottuð sem innflutningsfyrirtæki

23.09.2013

Gæðakerfi Sementsverksmiðjunnar hefur verið endurskoðað og yfirfarið með tilliti til þess að fyrirtækinu hefur nú verið breytt í innflutningsfyrirtæki. Norcem AS í Noregi sem framleiðir sementið sem Sementsverksmiðjan flytur inn er vottað fyrirtæki skv NS-EN ISO 9001:2008, og er norska sementið einnig CE merkt. Stjórnendur Sementsverksmiðjunnar vilja tryggja viðskiptavinum sínum að sementið haldi gæðum sínum í innflutnings- og dreifingarferlinu á Íslandi og að notandinn geti treyst því að hann fái í hendur CE merkta vöru.
Nýtt vottorð um gæðastjórnunarkerfi var afhent Sementsverksmiðjunni á vordögum 2013 en það staðfestir að verksmiðjan starfrækir gæðakerfi sem samræmist kröfum í ÍST EN ISO 9001:2008. Um er að ræða endurskoðað vottorð sem tekur til innflutnings, sölu og dreifingar á sementi.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar