Sementskynning

29.03.2012

Fimmtudaginn 22. mars síðastliðinn var boðið til sementskynningar á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut. Tilgangurinn með kynningunni var að fræða viðstadda um þær breytingar sem Sementsverksmiðjan gengur nú í gegnum ásamt því að kynna þær sementstegundir sem fluttar verða inn frá Norcem AS.

 

Giv K. Brantenberg, markaðsstjóri hjá Heidelberg Cement í norður Evrópu, kynnti í sínu erindi Heidelberg Cement, sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu fylliefna, sements og steinsteypu. Erindi Giv má skoða hér.

 

Jack Haugom, framkvæmdastjóri útflutnings hjá Norcem AS, kynnti starfsemi Norcem og þær sementstegundir sem framleiddar eru í Noregi. Fram kom í erindi Jack að þær sementstegundir sem fluttar verða inn til Íslands eru Anlæggsement og Standard sement FA. Á seinni stigum er til skoðunar að flytja inn Industrisement, en það er hraðsement. Erindi Jack má skoða hér.

 

Dr. Knut Kjellsen, yfirverkfræðingur rannsóknar og þróunardeildar hjá Norcem og prófessor við Norges Teknologiske Universitet í Þrándheimi, hélt fróðlegt erindi um sement og steypu með megináherslu á Standard FA sementið. Erindi Dr. Knut má skoða hér.

 

Góð mæting var á kynninguna en rúmlega 80 gestir voru mættir, viðskiptavinir, hönnuðir og yfirmenn helstu stofnana.

 

Að kynningu lokinni var tónlistar- og ráðstefnihúsið Harpa skoðuð en þar tók Torfi Hjartarson verkefnisstjóri glerhjúps og bílastæðahúss á móti þáttakendum.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar