Undirbúningur fyrir innflutning gengur vel

27.03.2012

Um þessar mundir er unnið að því af fullum krafti að breyta Sementsverksmiðjunni ehf í innflutningsfyrirtæki. Að mörgu þarf að hyggja en mikilvægt skref var stigið í síðustu viku þegar gengið var frá verksamningi við vélsmiðjuna Hamar um uppsetningu á löndunarlögn og afloftunarbúnaði fyrir birgðastöðina á Akranesi.
Almenna verkfræðistofan hannaði löndunarlögnina og útbjó útboðsgögn. Verkið verður unnið á næstu vikum og er gert ráð fyrir verklokum 4. maí næstkomandi. Fyrsti sementsfarmur er væntanlegur frá Noregi upp úr miðjum maí.
Myndin er tekin við undirritun verksamningsins þann 21. mars síðastliðinn. Gunnar H. Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar og Kári Pálsson forstjóri Hamars handsala samninginn.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Fax sementsafgreiðsla430 5051
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Fax skrifstofa430 5001

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Sementsverksmiðjan áskilur sér rétt til að leggja á viðbótarkostnað, sé um afgreiðslu utan opnunartíma að ræða að ósk viðskiptavinar

Nánari upplýsingar