Dregið úr rekstrarkostnaði

29.11.2010

Vegna gríðarlegs samdráttar í sementssölu síðustu ár og óvissu um stöðu byggingariðnaðarins næstu misseri er nauðsynlegt fyrir Sementsverksmiðjuna á Akranesi að draga úr rekstrarkostnaði.
Starfsfólki verksmiðjunnar hefur þegar verið tilkynnt um skipulagsbreytingar sem hafa í för með sér fækkun starfsfólks úr 36 í 27.
Verksmiðjan hættir sementsdreifingu en semur þess í stað við verktaka um dreifingu um land allt. Dráttarbílum, sem verksmiðjan hefur haft á rekstrarleigu og notað við sementsdreifingu, verður skilað. Sementsflutningaskipinu Skeiðfaxa verður lagt tímabundið. Skeiðfaxi hefur m.a. flutt sement sem notað var við gangnagerð á Norðurlandi og Vestfjörðum, en þeim framkvæmdum er nú lokið.
Síðustu áratugi voru árlega framleidd að jafnaði um 100 þúsund tonn af sementi. Á þessu ári er fyrirsjáanlegt að sementssalan nemi rétt tæpum 40 þúsund tonnum og verður árið þá söluminnsta ár verksmiðjunnar frá upphafi. Stefnt er að því að gangsetja ofna Sementsverkmiðjunar í janúar næstkomandi og framleiða á fimm vikum sement sem ætlað er að mæta þörfum byggingariðnaðarins fram á vor.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Fax sementsafgreiðsla430 5051
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Fax skrifstofa430 5001

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Sementsverksmiðjan áskilur sér rétt til að leggja á viðbótarkostnað, sé um afgreiðslu utan opnunartíma að ræða að ósk viðskiptavinar

Nánari upplýsingar