Vinnuslys í Sementsverksmiðjunni

13.08.2010

Vinnuslys varð í Sementsverksmiðjunni á Akranesi í gær þegar starfsmaður verksmiðjunnar féll úr nokkurri hæð niður á steinsteypt gólf. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og reyndist mjaðmargrindarbrotinn. Að sögn Gunnars H. Sigurðssonar framkvæmdastjóra verksmiðjunnar var maðurinn að vinna við mötunarbúnað vegna járnblendiköggla og stóð á ristargólfi. Ristin hafði færst til með þeim afleiðingum að þegar hann steig á hana sporðreistist hún og féll maðurinn við það 3,6 metra niður á steingólf. Vinnueftirlit rannsakar tildrög þess að óhappið átti sér stað.
Skessuhorn 13.8.2010  

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar