Grænir fingur

11.08.2010
Í sumar hefur áfram verið unnið að gróðursetningu á athafnasvæði Sementsverksmiðjunnar í þeim tilgangi að fegra umhverfið og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum gagnvart nágrönnum.
Verkefnið er unnið í samræmi við áætlun sem kynnt hefur verið hluteigandi aðilum. Að þessu sinni voru gróðursettar 50 trjáplöntur norðan við rykþrær á skeljasandi. Trjánum er ætlað að draga úr mögulegu sand og rykfoki frá skeljasandsþrónni.
Sem fyrr er verkefnið unnið í samvinnu við Akraneskaupstað, en Snjólfur Eiríksson garðyrkjustjóri bæjarins veitti ráðgjöf við val á plöntum og staðsetningu þeirra. Fyrir valinu urðu ilmreynir og skrautreynir sem plantað er á víxl.
Ingólfur Valdimarsson verktaki á Akranesi sá um gróðursetningu, en þar sem jarðvegur er sendinn þurfti að endurnýja hann að hluta með góðri gróðurmold og áburði.
Til að tryggja næga vökvun hannaði Ketill Bjarnason áveitukerfi sem lagt var af starfsmönnum verksmiðjunnar. Áveitukerfið tryggir vökvun á hvert tré fyrir sig og kemur í veg fyrir ofþornun plantnanna.
Eftirfarandi myndir tók Bjössi Lú starfsmaður í framleiðsludeild.
Mynd 1
Myndin sýnir reynitrén milli rykþróa og girðingar. Baka til sjást íbúðarhús við Suðurgötu. Ef vel er að gáð má sjá að fínriðið net hefur verið lagt yfir rykþróna, en það er gert í samræmi við samþykkta áætlun og hefur þann tilgang að draga úr mögulegri efnismengun frá þrónni.
Mynd 2

Myndin sýnir áveitukerfið  þar sem tryggt er að hvert tré fái nægju sína af vatni.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar