Gjallbrennsluofninn gangsettur

03.05.2010

Unnið er að gangsetningu gjallbrennsluofns en ofninn hefur verið stopp vegna markaðsaðstæðna í rúmlega hálft ár. Undangengið ofnstopp er það lengsta í 52 ára sögu verksmiðjunnar. Unnið er að upphitun ofnsins og er gert ráð fyrir að gjallframleiðsla verði komin í gang þriðjudaginn 4. maí.
Gjallbrennsluofninn er sem kunnugt er kyntur með kolum. Flutningaskipið M/V Wilson Grip flutti um 3500 tonn af kolum frá Noregi til Grundartanga nú um helgina, en kolalager verksmiðjunnar er staðsettur þar.
Ráðgert er að framleiða bæði gjall og sement í tvo mánuði en stoppa síðan framleiðsluna meðan starfsfólk tekur sitt orlof. Framleiðslan verður síðan hafin á ný í lok ágúst og er þá stefnt að framleiðslu fram í nóvember. Á næsta ári verður framleiðslu hagað í takt við sementssölu, en eins og fram kom í fréttatilkynningu frá verksmiðjunni í seinustu viku er gert ráð fyrir tiltölulega lítilli sementssölu út árið 2011.

Kolaskip á Grundartanga.     Mynd  Kristján Guðmundsson.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar