Sement hækkar um 8%

05.01.2010

Miklar verðhækkanir á erlendum aðföngum og nýsamþykktar auknar skattaálögur á íslenskt atvinnulíf hafa umtalsverð áhrif á framleiðslukostnað og dreifingu sements. Í ljósi þess hefur Sementsverksmiðjuna hf. hækkað sementsverð um 8% frá og með mánudeginum 4. janúar 2010.
 
Þrátt fyrir afar óhagstæða gengisþróun og mikinn samdrátt á byggingamarkaði tókst að halda sementsverði óbreyttu fram eftir síðasta ári. Vonir voru bundnar við að gengi krónunnar styrktist er líða tók á árið, en þær gengu ekki eftir. Nýjar álögur stjórnvalda á atvinnulífið hafa nú hækkað innlend aðföng um allt að fimm prósentustig og verðhækkunin því óumflýjanleg.
 
Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir mikilvægt miðað við ástandið í samfélaginu að sjtórnvöld stuðli að uppbyggingu nýrra stórverkefna á sviði atvinnulífsins víða um land. „Á þann hátt skapast fjöldi nýrra atvinnutækifæra sem styður við þá starfsemi sem fyrir er í landinu,” segir Gunnar.
 
Hækkunin nær til allra framleiðsluvara Sementsverksmiðjunnar, sements sem afhent er í lausu í síló til viðskiptavina, pakkaðs sements í 40 kg bréfpokum og í 1 – 1,5 tonna stórsekkjum svo og til annarrar sérefnavinnslu verksmiðjunnar.

GHS/boa

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar