Bæjarstjórn ályktar um áform um orku- og auðlindaskatta

19.10.2009

Bæjarstjórn Akraness ályktaði á fundi sínum 13. okt. sl. og lýsti þungum áhyggjum vegna áforma um orku-, umhverfis- og auðlindaskatta sem sett eru fram í fjárlagafrumvarpi 2010. Gerð er sú krafa að ríkisstjórnin skýri strax þær tillögur sem settar eru fram í fjárlagafrumvarpinu um orku-, umhverfis- og auðlindaskatta þar sem afleiðingarnar gætu haft víðtæk áhrif á megintekjustofna Akraneskaupstaðar og nágrannasveitarfélaganna.

Bæjarstjóra er falið að koma ályktunum ásamt greinargerð á framfæri við ríkisstjórn, þingmenn Norðvesturkjördæmis og fjölmiðla.Í greinargerð með tillögunni kemur fram að í Tónbergi á Akranesi sl. föstudag stóðu bæjaryfirvöld Akraneskaupstaðar og Verkalýðsfélag Akraness fyrir fundi þar sem m.a. var fjallað um fyrirhugaðan skatt. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að þessi nýi skattur geti skilað ríkissjóði 16 milljörðum.  Til samanburðar má nefna að auðlindaskattur sem leggst á sjávarútveg er um tífalt minni.  Sá skattur var lagður á eftir ítarlega vinnu, bæði innan Alþingis og í starfshópum.

Forsvarsmenn Norðuráls, Elkem Ísland og Sementsverksmiðjunnar hf. lýstu á fundinum áhyggjum sínum varðandi rekstrargrundvöll fyrirtækjanna ef slíkri skattlagningu verður beitt.   Talið er að skattlagningin á þessi þrjú fyrirtæki mun nema tæpum 8 milljörðum.

Sementsverksmiðjan og stóriðjan á Grundartanga gegna mikilvægu hlutverki í atvinnulífi á Akranesi og nágrenni.  Uppbygging atvinnustarfsemi á Grundartanga hefur átt stóran þátt í eflingu byggðar á Akranesi.  Háir orku-, umhverfis- og auðlindaskattar munu þyngja rekstur Sementsverksmiðjunnar og jafnvel koma í veg fyrir frekari uppbyggingu á Grundartanga.

Óvissa ríkir um hvernig  þessari nýju skattheimtu verður háttað. Bæjarstjórnin gagnrýnir að hugmyndir um skattlagningu á orkunotkun séu settar fram án eðlilegrar og nauðsynlegrar þjóðfélagslegrar umræðu.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar