Bréf til Viðskiptaráðs Íslands

02.09.2009

Viðskiptaráð Íslands
b.t. stjórnar
Kringlunni 7
105 Reykjavík
 
Vegna fréttatilkynningar Viðskiptaráðs undir heitinu „Virk samkeppni grundvöllur endurreisnar“, dags. 27. ágúst 2009, vil ég f.h. Sementsverksmiðjunnar hf. taka eftirfarandi fram:
 
Í tengslum við þá umræðu sem spunnist hefur undanfarna daga í fjölmiðlum um málefni Sementsverksmiðjunnar er rétt að halda því til haga að sjónarmið um nauðsyn opinberrar aðstoðar eða höft á samkeppni á sementsmarkaði eru ekki frá Sementsverksmiðjunni komin enda hefur hún ekki farið fram á opinberan stuðning af neinu tagi. Við teljum þó að Viðskiptaráð hefði mátt kynna sér þetta tiltekna mál betur og öll sjónarmið áður en ráðið lét frá sér opinbera skoðun á málinu. Sementsverksmiðjan gerir að sjálfsögðu enga athugasemd við þátttöku Aalborg Portland á íslenskum samkeppnismarkaði svo fremi sem fyrirtækið virði heiðarlega viðskiptahætti. Á það skortir verulega eins og glögglega kemur fram í töflunni hér fyrir neðan. Hún gefur fullt tilefni til ítarlegrar skoðunar. Hún sýnir samanburð á meðalverði á sementi frá lager í Danmörku til stórnotenda á danska markaðnum og FOB verði á sementi frá Aalborg Portland til Íslands samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni.
 

 
Danskt sement
FOB verð í DKK
Sementsverð
í Danmörku
af lager (DKK)
Danskt sement,
verð til Íslands
sem hlutfall af
verði í Danmörku
2000
312.77
440.10
71%
2001
283.67
480.60
59%
2002
252.67
486.37
52%
2003
250.06
478.06
52%
2004
285.15
468.65
61%
2005
336.79
493.46
68%
2006
265.36
513.38
52%
2007
314.40
556.02
57%
2008
306.30
586.03
52%
Þróun:
-9%
33%
 

 
Eins og sjá má er sementsverð til Íslands aðeins um helmingur verðsins í Danmörku og vekur 9 prósenta lækkun á tímabilinu sem hér um ræðir sérstaka athygli. Á sama tímabili hækkaði sementsverð Aalborg Portland um 33 prósent sem er í samræmi við almenna verðlagsþróun á mörkuðum ytra og vegna umframeftirspurnar á sementi. Sú spurning vaknar hvers vegna verðið lækkaði hér á landi í ljósi þeirrar gífurlegu eftirspurnar sem hér var um árabil. Ekki verður annað séð en að Aalborg Portland hafi stundað stöðug undirboð allt frá þeim tíma er fyrirtækið kom á ný inn á markaðinn á Íslandi. Það eru vinnubrögð sem Sementsverksmiðjan á erfitt með að sætta sig við og áskilur sér rétt til að skoða frekar.
 
Reykjavík 1. september 2009.
 
Gunnar H. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar hf.
 
Afrit sent:
Samtök iðnaðarins
Samtök atvinnulífsins
Alþýðusamband Íslands
Alþingismenn

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar