Helmings skerðing starfshlutfalls og launa í þrjá mánuði

02.09.2009

Vegna samdráttar í stórframkvæmdum og almennri byggingarstarfsemi í kjölfar bankahrunsins hefur dregið úr eftirspurn eftir sementi hér á landi. Til þess að standa vörð um störf sín og starfsemi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hafa starfsmenn verksmiðjunnar ákveðið að taka á sig 50% skerðingu starfshlutfalls og launa í þrjá mánuði, frá 1. nóvember og út janúar á næsta ári.
 
Tímabundið hlé verður gert á framleiðslu verksmiðjunnar þennan tíma. Starfsmennirnir munu á þessu tímabili sinna sementssölu og þjóna viðskiptavinum verksmiðjunnar eins og verið hefur, auk þess að sinna almennu viðhaldi í verksmiðjunni. Í febrúar á næsta ári verður ráðist hefðbundna hreinsun á brennsluofni verksmiðjunnar og samhliða því verður annar framleiðslubúnaður undirbúin undir fulla framleiðslu sem hefjast mun í lok febrúar.
 
Um leið og eigendur og stjórnendur Sementsverksmiðjunnar þakka starfsmönnum sínum þann skilning sem þeir sýna núverandi markaðsaðstæðum vilja stjórnendur verksmiðjunnar árétta að á krepputímum eins og þeim sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum er nauðsynlegt að verja störf eins og kostur er og hamla gegn stöðnun í samfélaginu. Einnig er mikilvægt að hið opinbera stuðli að uppbyggingu nýrra stórverkefna á sviði atvinnulífsins víða um land. Á þann hátt skapast fjöldi nýrra atvinnutækifæra sem styður við þá starfsemi sem fyrir er í landinu.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar