Fegrun umhverfis sumarið 2009

28.07.2009

Nú í sumar verður unnið að fegrun umhverfis Sementsverksmiðjunnar. Ákveðið hefur verið að gróðursetja runna og tré á túni meðfram Suðurgötu. Þá var ákveðið að mála þróarvegg meðfram Jaðarsbraut og Faxabraut.
 
Verkefnið er samstarfsverkefni Sementsverksmiðjunnar og Akraneskaupstaðar. Snjólfur Eiríksson garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar sá um hönnun gróðurmanarinnar og hefur umsjón með gróðursetningu. Bjarni Þór Bjarnason myndlistamaður annast verkstjórn varðandi uppfrískun á skeljamyndum á austurvegg skeljasandsþróar. Ungt fólk á vegum Akraneskaupstaðar sér um gróðursetningu og málun. Sementsverksmiðjan leggur til málningu, plöntur, vélavinnu og verkstjórn.
 
Sementsverksmiðjan þakkar öllum hlutaðeigandi ánægjulega samvinnu með von um að áframhald verði á sameiginlegu átaki til að bæta umhverfi verksmiðjunnar.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar