Sementsframleiðsla á nýjan leik

20.05.2009

Framleiðsla er hafin í Sementsverksmiðjunni eftir fjögurra mánaða 
framleiðsluhlé sem nýtt var til viðhalds og lagfæringa á 
gjallbrennsluofni verksmiðunnar og öðrum framleiðslubúnaði hennar.
 
Eins og kunnugt er varð verulegur samdráttur í byggingariðnaði eftir 
bankahrunið síðastliðið haust. Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri 
verksmiðjunnar, segir að sementssalan fyrstu fjóra mánuði ársins hafi 
verið um 20.000 tn, sem er um 50% samdráttur miðað við síðasta ár.
 
"Alla jafna þarf að stöðva framleiðslu verksmiðjunnar á 10 mánaða 
fresti vegna viðhalds á gjallbrennsluofninum. Verktakar verið þá 
verið kallaðir til starfans með starfsmönnum verksmiðjunnar og unnið 
á vöktum til þess að ljúka verkinu á sem stystum tíma, eða sem nær 
þremur vikum. Vegna ástandsins í byggingariðnaðinum ákváðum við að 
vinna verkið eingöngu í dagvinnu og án þess að kalla til 
utanaðkomandi verktaka. Fyrir vikið höfum við haft störf fyrir alla 
starfsmenn verksmiðjunnar síðustu mánuðina, þrátt fyrir samdráttinn," 
segir Gunnar.
 
Birgðastaðan nú kallar á gangsetningu verksmiðjunnar, einkanlega til 
að mæta sementsþörf vegna opinberra framkvæmda. "Því miður er ekkert 
sem bendir til þess að hinn almenni byggingariðnaður sé að taka við 
sér en það er verulegt áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag," segir 
Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar.
 
Texti með mynd:
Verkstjórarnir Smári Kristjánsson og Ketill Bjarnason kampakátir, 
enda byrjað að rjúka úr skorsteininum eftir fjögurra mánaðar 
framleiðslustöðvun.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar