Starfsaldursviðurkenningar

19.12.2008

Fimmtudaginn 18. desember voru veittar starfsaldursviðurkenningar til starfsmanna Sementsverksmiðjunnar sem unnið hafa fyrir hjá fyrirtækinu í 25 og 40 ár.
Í mars síðastliðnum hafði Ketill Bjarnason starfað hjá verksmiðjunni í 40 ár. Ketill er þar með kominn í hóp þeirra starfsmanna sem hafa helgað fyrirtækinu starfskrafta sína og sýnt því einstakan trúnað og velvilja. Ketill hefur á undanförnum árum stýrt framleiðslu verksmiðjunnar og innt það verk af hendi með miklum sóma. Það var framkvæmdastjóra heiður að fá tækifæri til þess að sýna Katli þakklætisvott á þessum tímamótum með afhendingu á starfsaldursviðurkenningu frá fyrirtækinu.
Þá hafa um þessar mundir þrír starfsmenn Sementsverksmiðjunnar náð þeim áfanga að hafa starfað hjá fyrirtækinu í 25 ár og hafa þeir allir sýnt fyrirtækinu mikla ræktarsemi og hollustu. Þessir starfsmenn eru:
Lilja Björk Högnadóttir, starfsmaður á skrifstofu, Einar Kristinn Gíslason, lagerstjóri og Þorsteinn Jóhannesson, vaktstjóri.
Stjórn og framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar þakka öllum þessum frábæru starfsmönnum fyrir vel unnin störf og við vonumst til að fá að njóta starfskrafta þeirra áfram.
Texti með mynd: Frá vinstri, Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdasthjóri, Einar Kristinn Gíslason, Þorsteinn Jóhannesson, Lilja Björk Högnadóttir og Ketill Bjarnason.

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar