Hjálmar geta bjargað mönnum frá alvarlegum höfuðmeiðslum

17.12.2008

  
Munið eftir öryggishjálmunum. Þeir geta gert gæfumuninn fyrir mig og þig.
Í Fréttabréfi um vinnuvernd 2. tbl.25. árg. 2008  er eftirfarandi grein:
Var ekki með hjálm og fær því minni bætur.
Húsasmiðjan hefur verið dæmd til að greiða starfsmanni milljónabætur eftir vinnuslys. Bæturnar hefðu þó orðið tvöfalt hærri hefði maðurinn verið með hjálm.
28. október árið 2002 varð starfsmaður Húsasmiðjunnar fyrir slysi við störf sín á útisvæði á Akureyri við Lónsbakka. Styrktarbiti rann þá fram af lyftaragálga og í höfuð mannsins sem rotaðist. Hann var fluttur með sjúkrabíl á FSA í hálskraga og komst fljótt til meðvitundar án þess að muna hvað gerst hafði.
Gerðar voru athugasemdir við verklagið þegar slysið varð. Þannig var starfsmaðurinn ekki með öryggishjálm á höfði.
Varanleg örorka mannsins var árið 2006 metin 15% og krafði hann Húsasmiðjuna um bætur með þeim rökum að ástand lyftarans hafði verið aðfinnsluvert. Bótakröfunni var hafnað.
Í dómi héraðsdóms segir að hægt sé að fallast á að starfsmaðurinn, sem var aðeins 22 ára þegar slysið varð, hafi ekki sýnt nægilega varkárni, til dæmis verið hjálmlaus. Hann beri hálfa sök og er því bótakrafa hans lækkuð um helming frá kröfu. Það þýðir að maðurinn fær rúmar 3 milljónir króna í bætur auk vaxta.“
 

Til Baka

Hafa samband 

  • Sími sementsafgreiðsla430 5050
  • Sími skrifstofa430 5000
  • Framkvæmdastjóri430 5021

Opnunartími sementsafgreiðslunnar

Mán – Fimm 7.45 – 16.00
Föstud. 7.45 – 15.00

Nánari upplýsingar